Samábyrgðin og Samfylkingin

Punktar

Eigendur og stjórnendur bankanna, einkum Landsbankans, misnotuðu svigrúm í skorti á eftirliti og regluverki. Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn sinntu ekki eftirliti. Ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins bjuggu til skortinn á regluverki og eftirliti. Sjálfstæðisflokkurinn hafði frumkvæði að þessari innleiðingu nýfrjálshyggju í fjármálin. Seðlabankinn og ríkisstjórnin klúðruðu tilraunum til að hindra hrunið. Bak við þessar stofnanir eru ýmis nöfn, efst nafn Davíðs Oddssonar. Samfylkingin hefur enn sloppið sæmilega, en með hverjum harmadeginum eykst samábyrgð hennar.