Tveir sjómenn hafa gerzt mikilvirkir í blaðamennsku eftir að hafa stigið sín fyrstu spor hjá mér á DV. Sigurjón Egilsson varð í gær ritstjóri Blaðsins og áður hafði Reynir Traustason skipstjóri gerzt ritstjóri Mannlífs. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar, að bezti grundvöllur blaðamennsku sé lífið í landinu, ekki fjölmiðlafræði. Raunar hef ég aldrei tekið eftir, að fjölmiðlafræði komi neinum blaðamanni að gagni. Það er betra að læra af lífinu en að læra af félagsvísindum. Þessir tveir menn, sem ég vann lengi með, eru dæmi um ágæti kenningar minnar.