Sagt gott á þá

Punktar

New York Times segir í leiðara, að velkomnar séu áhyggjur fyrirtækja í matvælaiðnaði af hugsanlegu fjárhagstjóni af málaferlum neytenda vegna óhóflegrar fitu eða sykurs í matvælum. Þessi fyrirtæki hafi lengi velt sér upp úr fitu og sykri eins og tóbaksfyrirtækin hafi velt sér upp úr nikótíni. Nú sé kominn tími til, að ótti við kostnaðarsöm kærumál þvingi þau til að draga úr óhollu innihaldi matvæla.