Sagnfræði hjá Prodi

Punktar

Í New York Times er fróðlegt viðtal Craig S. Smith við Romano Prodi, framkvæmdastjóra Evrópusambandsins, þar sem hann lýsir hugmyndum sínum um þróun Evrópusambandsins og samskipta þess við Bandaríkin. Hann segir evrópsk ríki á 21. öld vera eins og ítölsku borgríkin á 15. öld, auðug, en áhrifalaus í umheiminum. Evrópusambandið muni breyta þessu, en það geti tekið áratugi.