Sagan límist við þig

Punktar

Allt, sem þú gerir núna, límist við þig. Ef þú horfir á dónarás, getur það komið þér illa eftir áratugi. Ef þú bloggar, máttu reikna með, að það verði lesið af starfsmannastjórum, þegar þú sækir um vinnu. Farir þú í pólitík, máttu reikna með, að fortíðin hrynji yfir þig. Neyzluvenjur þínar eru varðveittar, bloggið er varðveitt, símaskilaboðin eru varðveitt. Stasi-skjölin austurþýzku voru opnuð og CIA-skjölin munu síðar opnast. Nú þegar eru sjúkdómar og afbrigði forfeðranna límd við þig. Stafrænir gagnagrunar vita, að í gær keypti ég suðusúkkulaði og hef líklega étið það allt einn.