Sagan endurtekur sig

Punktar

Robert Fisk segir í Independent frá deilum Aþeninga um stríð þeirra við Spartverja. Vísar til sagnfræðingsins Þúkiðídes, sem skrifaði samtíða um Pelopsskagastríðin. Pólitíkusar Aþenu voru eins og vestrænir pólitíkusar nútímans. George W. Bush minnir á Kleón og Jacques Chirac á Diódótus. Níkías hershöfðingi barðist á þjóðfundinum gegn styrjöldum í fjarlægum löndum, en Alkíbíades ræðuskörungur hafði betur. Var Davíð Oddsson þess tíma. Aþenski flotinn var sendur til Sikileyjar, þar sem honum var gereytt eins og bönkum okkar. Nútímarök eru eins götótt og 2400 ára rök Aþeninga.