Saga Rússlands 1992-1998

Punktar

Rússland varð smám saman gjaldþrota árin 1992-1998 fyrir tilverknað Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Ríkiseigur voru gefnar á brunaútsölu, rúblan gerð verðlaus og sparnaður fólks látinn gufa upp. Lokahríðin kom svo árið 1998. Sjóðurinn stjórnaði Rússlandi í raun á þeim tíma. Einkavæðing rústaði innviðum samfélagsins. Regluverk og eftirlit var aflagt. Flutningur peninga úr landi var gerður auðveldur. Óligarkarnir komu þeim til London og keyptu fótboltaklúbba. Misréttið varð algert. Ríkir urðu ofsaríkir, en miðstéttin þurfti að betla. Eftir hrunið 1998 varð Rússland svo einræðisríki Pútíns.