Áætlanir flugfélaga ráða mestu um fjölda ferðamanna hér. Aukin lendinga- eða farþegagjöld geta leitt til minna sætaframboðs og snöggrar fækkunar ferðamanna, sem gæti orðið óþægileg. Betra er að leggja gjöld á þjónustu í landinu, svo sem aukið gistináttagjald eða fullan virðisaukaskatt. Slíkt hefur miklu minni áhrif á fjölda ferðamanna en gjöld á sætaframboð, sem snerta flugfélögin beint. Hefur verið ljóst síðan fyrir tímasóun ónothæfs ráðherra í fúsk um náttúrupassa. Kemur líka minna við pyngju þjóðarinnar, sem notar lítið af hótelum og veitingahúsum á ferðum sínum um landið. Ríki og sveitir þurfa eðlilega hlutdeild af ferðatekjum.