Gott er, að íslenzka ríkið var ekki kært fyrir verkið. Tók þátt í kostnaði við að leggja háhraða sæstrenginn E-Farice frá Evrópu. Strengurinn er ekki samkeppnisvandi, heldur lífsspursmál fyrir þjóðina. Vonandi vill góður og ríkur aðili leggja háhraðastreng í hina áttina, frá Íslandi vestur til Bandaríkjanna. Þá á íslenzka ríkið einnig að taka þátt. Sum atriði varða innviði þjóðfélagsins fremur en samkeppni. Háhraðastengir til beggja átta eru forsenda þess, að hér verði hægt að reisa tugi netþjónabúa. Þau eru skynsamlegri nýting innlendrar raforku heldur en álverin umdeildu.