Meðan allt fer fjandans til, lifir Halldór Ásgrímsson í sæluvímu embættis forsætisráðherra. Hann hefur engin ráð við verðbólgunni önnur en fleiri álver, sem magna verðbólguna. Hann þekkir enga útlenda ráðamenn, þótt hann hafi verið á ferð og flugi árum saman sem utanríkisráðherra. Hann getur ekki beðið um grið fyrir árásum á krónuna. Hann getur ekki beðið um, að Evrópa hlaupi í skarð Bandaríkjanna. Þótt Keflavíkurvöllur verði næsta auður í haust, vilja tindátar Halldórs í Reykjavík láta fólk borga fyrir sérstakan flugvöll á Lönguskerjum. Eins og við vitum ekki aura okkar tal.