Þótt ríkisstjórnir Evrópu sæti áburði um vitneskju einstakra ráðherra um fangaflug Bandaríkjanna, segja talsmenn íslenzku ríkisstjórnarinnar, að flugið sé ósannað mál. Þótt Evrópuráðið hafi látið gefa út skýrslu um flugið og hafi sent ríkisstjórninni bréf, þar sem spurt er, hvort íslenzk lög tryggi, að ólöglegt athæfi af slíku tagi gerist ekki á íslenzkum flugvöllum. Þótt hér sem annars staðar hafi opinberlega verið gefnar út tölur um komudaga slíkra flugvéla. Ríkisstjórnin kíkti ekki í vélarnar og telur málið ekki vera sannað.