Ég er einn af mörgum, sem hef þurft að nota þjónustu Landspítalans síðustu árin. Fáir okkar sjá eins illa og Landlæknir, sem þarf að fá sér gleraugu. Sjúklingar liggja á göngum, í geymslum, í baðherbergjum. Rúm fyllast af sjúklingum, sem hafa fengið meðferð, en fá ekki inni á hjúkrunarheimilum. Þarna er fjárskortur og ekki síður skortur á skipulagi af hálfu embættis Landlæknis. Hann ætti ekki að fara sér óðslega í að gera lítið úr vandræðunum. Þúsundir manna hafa horft á þau, en Landlæknir telur brýnna að bera blak af peningavaldinu. Landspítalinn hefur verið rústaður til að rýma fyrir einkarekstri, þrátt fyrir slæma reynslu Svía og Breta.