Rústuðu Rússland

Punktar

Joseph Stiglitz, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, skrifar grein í Guardian um, hvernig róttækar hægri sinnaðar hagfræðikenningar Alþjóða gjaldeyrissjóðsins rústuðu efnahag Rússlands á skömmum tíma eftir fall Sovétríkjanna. Á tímabilinu 1992-1998 minnkaði framleiðsla í landinu um helming og fátækt jókst úr 2% íbúa í rúmlega 40% íbúa. Þótt ástandið hafi lagazt á síðustu árum, er verg landsframleiðsla í Rússlandi enn 30% minni en hún var árið 1990. Hann varar við nýjum tilraunum til að falsa sagnfræðina og fela þetta gjaldþrot hægri sinnaðra hagfræðikenninga Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.