Rússar vilja eignast fjörð

Punktar

Það varðar öryggi landsins, hvort rússnesk olíuhreinsunarstöð verði reist á Vestfjörðum. Eða stöð, þar sem Rússar fela sig að baki vestrænna Pótemkin-tjalda. Rússnesku olíufélögin eru samstarfsfyrirtæki rússneskra mafíósa og rússneskra stjórnvalda. Stjórnin í Moskvu gerir sig breiða í stórveldaleik. Meðal annars ógnar hún Íslandi með hættulegu dólgaflugi hernaðarvéla yfir íslenzkri landhelgi. Gersamlega er fráleitt, að Rússar eða leppar þeirra eignist fjörð fyrir vestan. Yfirvöldum ber að handtaka sveitarstjóra og aðra vestfirzka kvislinga og yfirheyra þá um samskiptin við þetta gengi.