Rússar neita að borga

Punktar

Rússland tregðast við að greiða gjöld sín að RÖSE, öryggisstofnun Evrópu, því að hún leggur of mikla áherzlu á mannréttindi og of litla áherzlu á varnarmál og varnir gegn hryðjuverkum. Evrópusambandið er að safna fé til að greiða það, sem upp á vantar til að stofnunin geti starfað. Hún átti mikinn þátt í að hrinda fölsuðum kosningaúrslitum í Úkraínu og Georgíu og koma þar á fót lýðræðislega kjörnum stjórnvöldum. Þetta hefur farið í taugarnar á Vladimir Pútín einræðisherra, sem studdi þá aðila, sem stóðu fyrir fölsunum. Judy Dempsey skrifar um þetta í IHT.