Rossiskaija Gazeta í Moskvu segir í morgun, að Rússland ætli ekki að veita Íslandi gjaldeyrislán. Þetta kemur fram í viðtali blaðsins við Dimitrij Pankin aðstoðarráðherra fjármála. Hugmyndir um slíkt hafi komið fram, áður en ljóst var, að Ísland væri orðið gjaldþrota kruss og þvers. Heilbrigðar peningaforsendur ráði því, að Rússland þori ekki að henda fé í sukkið. Pólitísk sjónarmið hafi ekki legið að baki hugmyndum um lán. Viðræður milli Rússlands og Íslands liggja niðri og framhald hefur ekki verið ákveðið.