Rusl á himni

Punktar

Himinhvolfið kringum jörðina er að fyllast af rusli, segir Peter N. Spotts í Christian Science Monitor. Ruslið þýtur umhverfis jörðina á 17.000 mílna hraða og getur hæglega gatað geimferðabúninga og eyðilagt gervihnetti. Skemmdir hafa þegar orðið á gervihnöttum af þessum ástæðum. Samtals eru 700 gervihnettir og 20.000 tonn af málmi á braut umhverfis jörðina. Búizt er við, að ástandið versni, því að ráðgert er, að gervihnettir verði orðnir 3000 árið 2020. Eigendur ruslsins eru að ræða leiðir til að minnka vandann, en það er ekki einfalt mál.