Rumsfeld róar iðjuhölda

Punktar

David Teather segir í Guardian, að Donald Rumsfeld stríðsmálaráðherra, ákafasti heimsvaldasinni Bandaríkjastjórnar, hafi snúið við blaðinu að sinni og sé að leita hófanna um myndun alþjóðaherliðs með bandarískri þátttöku til friðargæzlu á vandræðasvæðum á borð við Írak. Teather vitnar orðrétt í ummæli Rumsfeld í kvöldverðarboði með iðjuhöldum. Bandaríski herinn virðist ekki friðargæzlunni vaxinn á þeim slóðum og hefur espað almenning gegn sér. Í boðinu vöruðu iðjuhöldar við almennri uppreisn Íraka.