Rúllaði upp þingnefnd

Punktar

“Breti steikir bandaríska senatora í olíu”, sagði New York Post um frammistöðu brezka þingmannsins George Galloway fyrir bandarískri þingnefnd, sem kannar misnotkun á olíupeningum Íraks á tímum Saddam Hussein. Fjölmiðlar í Bretlandi og Bandaríkjunum eru raunar sammála um, að hinn orðhvati uppreisnarmaður í brezkri pólitík hafi rúllað bandarísku þingnefndinni upp, breytt yfirheyrslunni í árás á bandaríska hernaðarstefnu og farið með algeran sigur af hólmi. Samt er þetta sá þingmaður, sem árum saman hefur fengið versta umfjöllun brezkra álitsgjafa í fjölmiðlum.