Tugmilljarða arðgreiðslur ofurbófanna voru teknar af ímynduðum hagnaði, sem var falsaður í bókhaldi. Verulegur hluti fjárins, sem ofurbófarnir komu til skattaparadísa, varð til með þessari sjónhverfingu. Byggðist á kolröngu verðmati útblásinnar froðu. Var aðeins staðfest af stimplurum hjá PWC og KPMG, sem enginn tekur mark á. Ólöglegt er að falsa bókhald og framleiða þannig ímyndaðan hagnað til að greiða arð. Samtals námu arðgreiðslur til ofurbófanna hundruðum milljarða. Skilanefndum og slitastjórnum viðkomandi fyrirtækja er skylt að innheimta arðinn sameiginlega hjá bófunum og PWC.