Stjórnarformaður Bankasýslunnar virðist eins veruleikafirrtur og hægt er að vera. Hann ræður fyrrverandi einkavæðingarstjóra bankaráðuneytis Valgerðar Sverrisdóttur sem forstjóra Bankasýslunnar. Áður skipaði hann í bankaráðin fulltrúa, sem studdu kaupgræðgi bankastjóranna. Sjálfur studdi Þorsteinn Þorsteinsson launaruglið í blaðaviðtölum. Nú ruglar hann um Pál Magnússon. Dæmigerður andverðleikamaður. Rugludallur þessi er á ábyrgð Steingríms J. Sigfússonar sem formaður Bankasýslunnar. Sú ráðning sýnir, að Steingrímur veldur ekki hlutverkinu sem handhafi eignarhluta ríkisins í bönkunum.