Greenway segir í greininni, að ríkisstjórn Bandaríkjanna fari með hreint bull í málum íslamskra þjóða. Notkun stjórnarinnar á slagorðum á borð við “íslamskan fasisma” þjóni engum tilgangi og skaði líkur á árangri. Einnig segir Greenway að áherzlan á Írak og Líbanon hafi dregið úr áherzlu á Afganistan og aukið líkur á hruni þar. Greenway ítrekar, að leiðin að hjarta fólks felist ekki í að kasta bombum á það. Í rauninni er Greenway að segja eins og flestir aðrir, að ráðamenn Bandaríkjanna séu rugludallar í utanríkismálum.