Forseti Íslands hafði bein í nefi til að skamma sendiherra Ísraels fyrir framkomu Ísraelsríkis við frú hans á flugvellinum í Tel Aviv. Ég hafði það líka á sínum tíma til að spyrja embættismenn Ísraelsríkis, hvort þeir afgreiddu aðeins borgara Ísraels. Þá loksins komst afgreiðslan á flugvellinum í lag. Sama var uppi á teningnum við Allenby-brúna. Við sátum þar föst í rútu, unz austurrískur heiðursmaður fór að garga á landamæraverði Ísraels. Þetta er ruddaríki, þar sem menn heyra ekkert fyrr en sparkað er í þá. Vonandi hefur Ólafur Ragnar þó ekki sparkað í Miriam Shomrat.