Rollulaust nes

Punktar

Þegar kallarnir á Nesinu eru farnir að vinna í bankanum á morgnana, henda kellingarnar út hundunum, meðan þær fá sér kaffi og gefa mér auga. Greyin standa úti eins og illa gerðir hlutir og kunna ekki annað en að gelta og góla. Sú hefur raunar verið sérfræði íslenzkra hunda um aldir. Jafnan var fátt um sauðfé í túnum Seltirninga á fyrri öldum og áratugir eru síðan síðasta rollan hvarf þaðan og varð fáum harmdauði. Gott er þá til þess að vita, að vösk sveit þjóðlegra hunda er á varðbergi á Seltjarnarnesi gegn þeim vágesti, sem sauðfé er hvarvetna í túnum annarra hreppa.