Róið samfélagið

Punktar

Stjórnarflokkarnir vilja ekki nota hærri auðlindarentu og lægri niðurgreiðslur ríkisskulda til að róa samfélagið. Sumir finna sárt fyrir því að hafa verið skildir eftir í góðærinu. Það er unga fólkið, sem nær ekki að koma sér þaki yfir höfuðið. Það er sumt gamla fólkið, sem hefur verið svikið um aðild að góðærinu. Það eru þeir, sem samkvæmt orðbragði ráðherra hafa valið sér að verða veikir eða verða örkumla af slysförum. Þeir eru taldir alvarlegri svindlarar en einkavinir ríkistjórnarinnar. Auðvitað á að nota auðlindarentu og ferðatekjur til að jafna til í þjóðfélaginu og róa samfélagið, sem fanatískir ráðherrar reyna að kljúfa.