Rófan dillar hundinum

Punktar

Svo mikil tök hafa stuðningsmenn Ísraels á bandarískri pólitík, að þeir hindruðu val nýs öryggisfulltrúa Barack Obama. Charles Freeman dró sig í hlé eftir skipulegan lygaáróður stuðningsmanna Ísraels. Þeir sögðu hann vera hatursmann Ísraels, hann hafði verið sendiherra í Sádi-Arabíu. Með innreið Barack Obama og Hilary Clinton í Hvíta húsið er minni von en áður um frið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þau hafa í hótunum við Palestínumenn og neita að tala við þá, sem hafa fengið mest fylgi í kosningum. Ísraelska rófan dillar bandaríska hundinum hraðar. Þetta er vanheilagt bandalag gegn heimsfriðinum.