Robertson á förum

Punktar

Robertson lávarður er að hrökklast frá völdum í Atlantshafsbandalaginu með haustinu, af því að hann kom þannig fram við undirbúning stríðsins gegn Írak, að ríkisstjórnir Frakklands og Þýzkalands treysta honum ekki. Hann er því gagnslaus milligöngumaður í baráttu ríkisstjórnar Íslands fyrir framhaldslífi herflugvéla á Keflavíkurvelli. Ríkisstjórnum Frakklands og Þýzkalands er sama um, hvort herflugvélar verða hér eða fara og hvort setuliðið verður hér eða fer.