Róbert Marshall

Punktar

Blaðamenn gera mistök eins og annað fólk, kannski nokkrum sinnum á ári. Þeir leiðrétta sig þá og biðjast afsökunar. Það er hins vegar út af kortinu að hætta starfi fyrir að hafa mislesið atriði í frétt frá CNN. Slíkt er ekki heiðarleiki, heldur einfaldlega taugaveiklun, til þess fallin að koma dólgum umhverfis forsætisráðherra á blóðbragðið. Hvernig ætli þjóðfélagið yrði, ef allir segðu af sér, þegar þeir gera mistök? Ætti forsætisráðherra þá að segja af sér kvölds og morgna á degi hverjum, maður sem er margsaga og hringsaga út af Íraksmálinu einu saman?