Örfáir bloggarar trúðu Símoni Birgissyni, þegar hann sagðist hafa hætt á ritstjórn vegna ritskoðunar. Það voru þessir venjulega grunuðu. Jafnvel Egill Helgason varð sér til skammar. Síðan dró Símon texta sinn til baka, hafði gefið ónákvæmar upplýsingar. Svo rangar, að ritskoðunarhneykslið var alls ekki neitt. Útrásarvíkingarnir fyrirfundust ekki. Svona er vefurinn, svona er bloggið. Þar koma upp rokur, sem hreyfa við mörgum. Síðan kemur hið rétta í ljós og uppþotið lognast útaf. Við þurfum ekki bara að vantreysta fréttum, heldur líka skoðunum á fréttum. Halda ró okkar, gefa okkur tíma.