Ritskoðun er dýrkeypt

Punktar

Ég held, að Hreinn Loftsson sé að krukka í ritstjórn DV og taka fram fyrir hendur ritstjóranna. Á þeirri forsendu, að lán til blaðsins séu brýnni en pirrandi fréttir. Ég veit líka, að hann hefur haft afskipti af skoðunum í blaðinu og á vef þess. Nú hefur ritskoðunarstefnan hefnt síns. Blaðamaður á DV skýrir frá óviðeigandi afskiptum af ritstjórn blaðsins, þvert gegn vilja Reynis Traustasonar ritstjóra. Slík afskipti þekktust ekki á velgengnisárum blaðsins og geta hreinlega drepið blaðið núna. Ritskoðun er aldrei ókeypis.