Fyrrverandi talsmaður samtaka olíuiðnaðarins í Bandaríkjunum ritskoðaði skýrslur vísindamanna í umhverfismálum á vegum forsetaembættisins. New York Times hefur birt breytingar, sem hann gerði á skýrslum, sneri út úr þeim og leiddi þær til þveröfugrar niðurstöðu. Þetta var Philip Cooney, sem hefur um nokkurt skeið verið ráðgjafi forsetans í umhverfismálum. Hann er lögfræðingur með reynslu í áróðri á vegum olíufélaganna, en veit lítið í umhverfismálum annað en það að vera eindregið á móti þeim. Þannig hafa þeir, sem mest menga í Bandaríkjunum, haustak á stefnu forsetans.