Tuttugu stærstu fyrirtæki heimsins hafa lítinn áhuga á umhverfismálum samkvæmt skýrslu sem Investor Responsibility Research Center í Washington hefur gefið út. Ekkert þeirra hefur látið reikna hugsanlegan kostnað þeirra af loftslagsbreytingum í kjölfar mengunar. Aðeins Shell og BP reyndust hafa sinnt umhverfismálum í einhverjum mæli. Sérstaklega voru ExxonMobil og General Electric sögð hafa staðið sig illa. Barnaby J. Feder segir frá þessu í New York Times.