Ríkisvæðing íbúðalána

Punktar

Eðlilegt er, að Íbúðalánasjóður taki við íbúðalánum bankanna. Þeir verða senn einkavæddir. Þá minnka áhrif ríkisvaldsins á þá. Samfélagsleg viðhorf munu tæpast einkenna einkavædda banka. Þeir munu eðlilega hugsa bara um sig. Íbúðalánasjóður er ríkisbanki, sem mun frekar taka tillit til pólitískra niðurstaðna. Getur hliðrað greiðslum og metið aðra þætti í þágu skuldunauta. Verði íbúðalán færð til Íbúðalánasjóðs, einfaldast aðgerðir ríkisvaldsins í þágu heimilanna. Ef ríkið þarf að spýta einhverju inn í kerfið, gerist það bezt í ríkisbanka. Hinir bankarnir eru lítt hrifnir, en eru ekki marktækir.