Framsókn bauðst til að verja falli ríkisstjórn Samfylkingarinnar og Vinstri grænna. Á þeim grundvelli var sú stjórn mynduð. Þegar á hólminn var komið, stóð Framsókn ekki við tilboðið. Hún fór að taka í smáatriðum þátt í myndun stjórnarinnar. Virðist misskilja hugtakið “að verja stjórnina falli”. Þess vegna fáum við ekki nýja ríkisstjórn í dag, þótt allt sé tilbúið. Kannski kemur hún aldrei. Hér eftir treysta menn varlega orðum formanns Framsóknar. Segja má, að hann hafi blekkt Samfylkinguna og Vinstri græna til að mynda nýja ríkisstjórn. Sem í raun verður baktjaldastjórn Framsóknar. Kunnuglegt.