Ríkisstjórn á hálum ís

Punktar

Ríkisstjórnin er komin út á hálan ís í samskiptum sínum við ríkisstjórnir erlendis. Eignir bankanna eru að fara á brunaútsölu og standa ekki undir ábyrgðum ríkisins. Með öllum ráðum þarf að hindra slíka brunaútsölu. Ráð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins verða því ókræsilegri, því meira sem þau eru skoðuð. Geir Haarde, Björgvin Sigurðsson og Árni Mathiesen mega ekki gefa of mikið eftir í viðræðum við sjóðinn og við erlend ríki. Í öllum slíkum viðræðum verður að gera ráð fyrir, að eðlilegt verð fáist fyrir eignir bankanna. Ef ráðherrarnir gefa eftir í samningum, verður ríkið gjaldþrota.