Ríkisrekinn eins manns flokkur

Punktar

Á kostnað ríkisins rekur Gísli Tryggvason eins manns stjórnmálaflokk, sem heitir Talsmaður neytenda. Ekki mikið á kafi í hefðbundnum málum neytenda sem slíkra. Hins vegar áberandi í þjóðmálaumræðunni. Myndar skuggaráðuneyti með ýmsum. Til dæmis Lögmönnum í Laugardal, sem er þekkt ofurskuldasúpa og kennitöluflakk. Ef bandamenn Gísla eru ekki nógu harðir í skuggaráðuneytinu, ávítar hann þá. Til dæmis Alþýðusamband Íslands, sem Gísli telur ekki gera nóg fyrir heimilin. Segir hann sértæk úrræði ekki duga fyrir þau. Getur Gísli ekki rekið eins manns flokk sinn utan embættis Talsmanns neytenda?