Ríkisrekin lyfsala

Punktar

Innflytjendur lyfja standa sig svo illa, að starfsmenn landlæknis skrifa um það hverja blaðagreinina á fætur annarri. Ódýr samheitalyf fást ekki, af því að innflytjendur vilja koma tífalt dýrari sérlyfjum í verð. Greinilegt er, að hinn dásamaði markaðsbúskapur virkar ekki í heildverzlun lyfja hér á landi. Enda er tæpast hægt að gera þá kröfu, að ein hagfræðikenning ráði við öll tilvik. Við þurfum því að fá aftur ríkisrekna lyfsölu, sem tekur að sér að gæta hagsmuna fólks, þegar samráðarisar fara fram úr sér í hamslausri græðgi að hætti erlendra fyrirmynda.