Álið hefur ekki orðið að hluta atvinnulífsins hér á landi. Pottagerðinni í Þorlákshöfn var lokað. Allt ál er flutt út óunnið. Enginn markaður ræður útþenslu áliðnaðar, heldur byggist hann á ríkisrekinni hugsjón, leifum af gömlum sósíalisma. Ríkisrekin stofnun tekur ákvarðanir um að bjóða rafmagn til álvera undir markaðsverði og í síðasta tilviki, Kárahnjúkum, undir kostnaðarverði. Ríkið skuldsetur skattborgara og okrar á rafmagni til fólks til að geta boðið álinu ódýrara rafmagn en aðrir, án gjalds fyrir mengun og náttúruspjöll.