Ríkisrekið og orkulaust álver

Punktar

Álverið fyrirhugaða í Helguvík hefur rekið á sker. Komið hefur í ljós, að áætlanir um orku voru ímyndanir. Álverssinnar virðast mér hafa slegið fram getgátum um gufuorku á svæðinu. Óvíst er, að gufuorka finnist til að keyra álverið. Og sú orka verður ekki notuð til annarra þarfa. Þeir tala nú um, að vatnsorka verði notuð til uppfyllingar. Einnig hefur komið í ljós, að fé er ekki til reiðu. Álrisar eru orðnir peningalausir og verða að fresta áætlunum um framkvæmdir. Álverssinnar suður með sjó hafa nú snúið sér til ríkisins til að sníkja fé. Ríkið á nú að fara að reka álver ofan á banka og annað.