Ríkiskontórar á Króknum

Punktar

Byggðastofnun hefur reiknað skiptingu ríkisstarfsmanna á kjördæmi. Þar kemur í ljós, að Reykjavík einokar alls ekki slík störf. Miklu frekar er það kjördæmið síkvartandi, Norðurland vestra, sem hefur of marga ríkisstarfsmenn. Þar eru 427 störf á vegum ríkisins, en ættu að vera 385, ef jafnræðis væri gætt. Þess vegna er engin ástæða til að flytja Landhelgisgæzluna og Rarik til Skagafjarðar. Miklu nær væri að flytja Byggðastofnun frá Króknum til Reykjavíkur til að ná jafnvægi í byggð ríkisstarfsmanna. Stefán Vagn Stefánsson framsóknarfrekja og  Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri ættu því að finna sér annað umkvörtunarefni.