Ríkisdýrkun atvinnulífsins

Punktar

Ég skil ekki, hvað ástfangna parið er sífellt að kvarta. Alþýðusambandið og Samtök atvinnulífsins eiga að snúa sér til bankanna með kvartanir sínar. Þeir eru svo yfirfullir af peningum, að þeir eru að springa. Samt lána þeir ekki, heldur setja innleggin í Seðlabankann eða ríkispappíra. Bankar virðast ekki treysta atvinnulífinu fyrir fé. Samtök atvinnulífsins mættu gjarna athuga það nánar. Fá fundi með bankastjórum til að kanna, hvað valdi þessu. Það gera þau hins vegar ekki, heldur væla sífellt utan í ríkisstjórnina fyrir við standa ekki við stöðugleikasáttmálann. Það kalla ég ríkisdýrkun.