Ríkir hafa ekki launatekjur

Punktar

Rangt er að tengja ójöfnuð við tekjumun. Fólk verður ekki ríkt af háum tekjum. Reynslan sýnir, að auður verður til af aðgangi að fjármagni. Fólk getur keypt og selt af sjálfu sér. Það getur hækkað verð í hafi. Það getur svikið undan skatti með millifærslum gjaldeyris. Heldur þú að frú Sigmundar borgi útsvar? Auðvitað ekki, en það gera skúringakonur. Árlega söknum við fjölda fólks af skattskrá, það borgar litla eða enga skatta. Á því verður fólk ríkt. Þess vegna á að tengja ójöfnuð við eignamun. Ekki bara við innlendar eignir, heldur líka í bönkum í skattaskjóli á aflandseyjum. Ekki rugla umræðuna. Ríkir hafa ekki launatekjur.