Ríkir gamlingjar

Punktar

Sumum lífeyrissjóðum vegnaði vel á síðasta ári. Ávöxtun Lífeyrissjóðs verzlunarmanna nam 21%. Sjóðurinn ætlar í kjölfarið að hækka greiðslur lífeyris um 4%. Athyglisvert er, að sameignarsjóður skilar betri árangri en flestir séreignasjóðir. Ráðamenn sjóða hafa náð betri færni í fjárfestingum en áður, græddu mest á innlendum hlutabréfum að þessu sinni. Velgengni lífeyrissjóða skilar ekki bara hækkuðum lífeyri, heldur treystir hún framtíðarstöðu þjóðarinnar. Við sjáum fram á, að miklu fleiri gamalmenni muni í framtíðinni hafa efni á að sjá um sig sjálf, án hjálpar ellistyrks frá ríkinu.