Fasteignagjöld eru mikilvægari gjaldstofn í Bandaríkjunum en hér á landi, viðurkennd aðferð við að nota peninga hinna vel stæðu til að borga aðstoð við almenning. Þau fela þó í sér óbeina tvísköttun, þar sem fyrst eru skattlagðar tekjur og síðan eignir. Því hafa róttækir hægri menn óbeit á þessum skatti og vilja leggja hann niður. Fyrsta skrefið er að leggja niður fasteignagjöld aldraðra í Garðabæ og Árborg án tillits til efnahags þeirra. Aldraðir eru auðvitað fjölmennastir í hópi eigenda húsnæðis og margir hverjir vel stæðir. Réttlæti afnámsins er vafasamt.