Ríkið grípi í tauma

Punktar

Brotnir kjarasamningar við Þeistareyki sýna anga af áhrifum af frjálsu flæði vinnufólks. Verktakar sérhæfa sig í að flytja ódýra vinnu milli landa. Fara hvorki eftir landslögum né kjarasamningum. Ríkið hefur nánast engar varnir uppi og stéttarfélög eru aðeins virk á Húsavík og Akranesi. Að öðru leyti ríkir hér óheft græðgi. Alþýðusambandið er fasistafélag með SALEK í samræmi við möntruna: Stétt með stétt. Rio Tinto kemst upp með þriðja heims skepnuskap í Straumsvík. Ríkir hlunnfara fátæka, það er meginregla brauðmolastefnunnar. Ríkið eitt getur gripið í taumana. Og þarf að grípa til varna með því að lögfesta lágmarkslaun og gera þrælahaldara landræka.