Riðið inn í sólarlagið

Punktar

William Pfaff segir í International Herald Tribune, að hönnuðir stríðsins við Írak hyggist næst ráðast gegn Íran. Þeir lifi í einangruðum sýndarheimi, þar sem heimurinn er eins og hann á að vera, en ekki eins og hann er. Almennir borgarar í Írak sýni innrásarliðinu fjandskap, þvert á spár hönnuða stríðsins. Heimurinn hafi skipzt í tvö horn, þar sem annars vegar eru Bandaríkin og Bretland og hins vegar næstum allir aðrir. Pfaff segir, að Bandaríkin séu einmana kúrekinn, sem ríður inn í sólarlagið.