Reynir að ögra

Punktar

Heimskulegasta ráðstöfun Ögmundar Jónassonar sem innanríkisráðherra var að skipa Harald Johannessen aftur sem ríkislögreglustjóra. Sá hefur ekki verið með fullum sönsum og er vís til að valda vandræðum. Vinstri grænir geta þakkað það Ögmundi. Haraldur hefur lengi þjáðst af ofsóknarkennd og flýr af veitingahúsum, þegar hann sér mig þar. Hefur nú ákveðið að herlögreglan beri sýnilegar Glock skammbyssur á barnahátíðum og 17. júní. Áður var herlögreglan á sömu stöðum, en falin bakvið myrkvaða glugga sendiferðabíla. Munurinn er sá, að nú er hún sýnileg og sýnilega vopnuð. Johannessen er að reyna að ögra ímynduðum hryðjuverkamönnum sínum.