Reynir að forðast fangelsi

Punktar

Niðurlægjandi er fyrir Þór Sigfússon að segja sig hafa verið valdalausan forstjóra Sjóvá. Honum hafi ekki verið treyst fyrir fjárfestingum bótasjóðs tryggingafélagsins, því sem máli skiptir. Hann hafi bara verið nothæfur í að sýna glærur á fundum Samtaka atvinnulífsins. En Þór er ekki að hugsa um niðurlæginguna. Hann hefur áþreifanlegri vandræði í huga. Er að reyna að komast hjá fangelsi. Svo einfalt er það. Svindl Milestone með bótasjóð Sjóvá er svo hrikalegt, að málsaðilar reyna að koma sér undan á hraðahlaupum. Þór er bara að segja þjóðinni, að það sé ekki hann, sem stal bótasjóði Sjóvá.