Reyna að breyta fortíðinni

Punktar

Vefurinn flækir lífið fyrir þeim, sem vilja fegra fortíð sína. Fyrrverandi viðskiptaráðherra fær að finna fyrir því. Með blaðagreinum reynir Björgvin Sigurðsson að breyta fortíð sinni. Tekst ekki, meðal annars vegna Vefsafns, nýs vefsvæðis á vegum Landsbókasafnsins. Þar eru afrit af gamalli aðdáun á útrásinni, sem ráðherrann hafði eytt hjá sér. Stærra mál er Davíð Oddsson. Hann er núna kominn í aðstöðu til að reyna að breyta fortíðinni. Mikilvægt er því, að haldið sé utan um sögu hans, eins og hún kemur fram í ýmsum gerðum hans. Það verði borið saman við rugl og raup hans í náinni framtíð.