Reykjavíkurlistinn

Punktar

Einkennilegt er, hversu illa Reykjavíkurlistanum gengur að koma saman reglum um sameiginlegan framboðslista. Bjóði flokkarnir fram hver í sínu lagi, munu þeir tapa borginni. Geta menn ekki fengið sér lögfræðinga til að meta mikilvægi einstakra þátta, svo sem stöðu einstakra flokka á síðasta framboðslista, niðurstöður skoðanakannana um fylgi einstakra flokka og tengsli óháðu frambjóðendanna við Samfylkinguna? Skynsamleg niðurstaða yrði fjórir fulltrúar Samfylkingar og tveir frá hvorum hinna, svo og að hver hinna þriggja flokka ráði því, hvernig hans fulltrúar verði valdir á listann.